"Vínbar" við hliðina á "Nammibarnum" í matvöruverslunum

Mikið er skrifað í sambandi við sölu áfengis á matvöruverslunum, mest ber á að fólk verði frá barnsaldri að læra að umgangast áfengi af hófsemi.  Það þarf sem sagt bara að segja fólki og unglingum að hemja sig og læra að umgangast áfengi, þá sé allur vandinn leystur, skilst að matvöruverslanir séu besti staðurinn til að læra slíkt ásamt einhverjum góðum ráðum heimanfrá. Það sama gildir þá væntanlega um sætindaát barna, unglinga sem fullorðina, það að allir verða að læra að hemja sig og umgangast í hófi, súkkulaði, lakkrís og "nammibarinna" sem eru í nánast hverri matvöruverslun.

Sala úr "nammibörum" stórverslananna nemur víst mörgum tonnum á viku, sem sést á vel á  holdafari landans sem hefur færst mikið í aukanna síðustu ár.

Við erum orðin ein feitasta þjóð evrópu. Börn og unglingar er nýr offituhópur í fyrsta skifti hér á landi. Ætli það myndi breyta einhverju að færa nammið á bak við afgreiðsluborð eins og áður var? Mótrökin væru þá að auðvitað getur fólk farið og gert sínar eigin rjómakarmellur á pönnunni heima, búið til konfekt og hnallþórur með þúsundum hitaeininga mörgu sinnum í viku, þó aðgengið verði takmarkað í verslunum. En fólk virðist samt almennt ekki stunda heimaframleiðslu á sælgæti þó það sé mögulegt og gert við stöku tækifæri eða bara alls ekki. Það væri ekki úr vegi að skoða raunveruleikann í kringum okkur og læra af því sem hefur gerst í samfélaginu í kjölfarið á auknu aðgengi og hilluplássi undir sætindi.  

Varðandi áfengi þá eigum við ekki að stunda neinar kæruleysislegar tilraunir á börnunum okkar. Framar öllu er það okkar að vernda börnin okkar og munum að öll börn eru börnin okkar. Út frá þeirri staðreynd eigum við auðveldlega að geta fundiðlausn, meðalveg sem virkar vel fyrir allflesta.

Ætla að hafa trú á þingmönnum að þeir hafni frumvarpinu um að það verði reistir "vínbarir" við hliðina á "nammibörunum". Nýjar verslanir eins og Costco verða bara að sætta sig við að mega ekki selja áfengi í matvöruverslunum sínum á Íslandi.


mbl.is Níðist á þeim sem minna mega sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er hægt að sjá lista yfir þau lönd sem flest dauðsföll hafa af völdum áfengisneyslu. Fylgni "frelsis" er í beinu hlutfalli við það hversu blóðtollurinn er hár.

http://www.worldlifeexpectancy.com/cause-of-death/alcohol/by-country/

Þetta snýst um að færa handfylli manna sem einoka verslun hér þetta á silfurfati. Ekkert land í evrópu býr við viðlíka fákeppni. Svo þetta er sama dæmið og með bankana. Einkavinavæðing. Sérlega í ljósi þess að verslanir ÁTVR munu loka vegna þess að ríkinu er ekki leyfilegt að vera í samkeppni. 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 17:20

2 identicon

Þér er meinilla við verslunarmenn og honum við verktaka.  Hvaðan kemur þetta óþol gagnvart vinnandi fólki?  Er þetta genetískt?

http://www.dv.is/frettir/2015/3/9/kari-tapar-enn-og-aftur-domsmali-vegna-einbylishussins/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 17:57

3 Smámynd: Sólbjörg

Elín, öllu frelsi fylgir ábyrgð. Ef ábyrgð er ekki tekin, þá er það hömluleysi og stjórnleysi sem ræður för. Þannig að ást okkar á frelsinu og umhyggja fyrir velferð annarra ræður för okkar hinna í þessarri umræðu. En okkur greinir á hvað er raunverulega frjáls verslun, en kannski greinir okkur ekki á Elín, ef þú hugsar vel eftir. 

Til að auka enn frekar hag vinnandi fólks þá líst mér mun betur á að rýmka frekar opnunartíma Vínbúðanna og fjölga útsölustöðum. Það styrkir þá skoðun að það geti verið góð lausn, slóðin sem þú setur inn Jón Steinar um háa dánartíðni af völdum áfengis. Sláandi tölur að Danmörk er með fjórðu hæstu dánartíðnina í öllum heiminum, í kjölfarið koma Frakkland og Þýskaland. Takk fyrir að finna þessa slóð Jón Steinar.

Sólbjörg, 9.3.2015 kl. 20:40

4 identicon

Sólbjörg, ég var að beina orðum mínum til Jóns Steinars.  Afsaka að mér láðist að taka það fram.  Mér finnst nammipunkturinn fínn hjá þér.  Ef það er eitthvað sem er að drepa þessa þjóð þá er það offita.  Forræðishyggja mun engu breyta þar um.  Lyfjaneysla er líka stórlega vanmetið vandamál vegna þess að það er löglegt.  Læknar vilja ógjarnan beina kastljósinu að sjálfum sér.  Þeir eru jú meinið sjálft.  Í ljósi þessa er það í besta falli fyndið þegar menn eins og Jón Steinar fara að gaspra um vonda kaupmenn.  Ég hélt satt að segja að svo úldin framsóknarmennska væri dauð.      

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 21:12

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Elin Sigurðardóttir. Hvar tala ég um vonda kaupmenn? Geturðu haft eitthvað samhengi í athugasemdum þínum? Þú veður úr dómsmáli um vangreidda reikninga yfir í offitu og þaðan í lækna og lyf. Ekkert af þessu er til umræðu hér.

Það finnst mér skrítin framsóknarmennska að tala gegn einkavæðingu. Ertu alveg í jafnvægi mín kæra? 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 21:34

6 identicon

Við getum líka tekið umræðuna um skrípasamtökin SÁÁ sem þykjast þurrka upp alka og skila þeim edrú út í samfélagið.  Þeir eru meira og minna ofvirkir í þessari óvirkni sinni og snarvitlausir eftir því.  Æ, annars, ég nenni því ekki.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 22:09

7 Smámynd: Sólbjörg

Elín það er annar hver eða þriðji hver maður hér á landi með ofvirkni og athyglisbrest. Þannig að likur eru á að eitt af okkur þrem sé illa haldið af slíkri greiningi. Hvernig heldur þú að það gangi almennt fyrir þann hóp með slíka greiningu að versla í matinn og jafnframt einbeita sér og hemja löngun og fíkn sína í áfengi. Kannski álíka illa og standast flæðið af sælgæti um allar hillur. 

Sólbjörg, 9.3.2015 kl. 22:57

8 identicon

Heilbrigðisstéttin er ofvirk í sinni greiningaráráttu.  Hún ætti kannski að éta sín eigin meðöl og láta aðra í friði á meðan?  A.m.k. börnin.  Gefum þeim séns.   

http://www.visir.is/sjukdomsvaeding-hegdunarvandamala/article/200661009061

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 23:14

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki rétt að banna áfengið óaðgengilega alveg á Íslandi? 

Og leyfa eiturlyfin aðgengilegu á Íslandi?

Þetta finnst mér alveg réttlætanleg kaldhæðni hjá mér. Vegna þess að umræðan er á algjörum pólitískum fáfræðinnar og vanþekkingarinnar áróðursvilligötum.

Annað hvort er eitthvað löglegt til neyslu, eða það er ekki löglegt til neyslu.

Lagalega frekar einfalt!

Allir eru jafnir fyrir lögum og rétti, í siðmenntuðum réttarríkjum.

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2015 kl. 16:49

10 Smámynd: Sólbjörg

 Það er að sama skapi fullkomlega löglegt að selja kveikjara, hnífa og önnur eggvopn. En við höfum slíkt ekki á glámbekk þar sem börn ná til ekki frekar en sigarettur fá ekki að vera sýnilegar í búðum  hvað þá í verslunarhillum. Ætti að vera auðskilið. 

Sólbjörg, 10.3.2015 kl. 22:33

11 identicon

Við hleypum átfíklum út í búð.  Þeir fá að valsa um á milli rekkanna og fylla körfurnar af kaloríusprengjum.  Hver ætlar að taka að sér að passa þá?  Væri ekki réttast að banna frjálsa verslun?  Senda ráðlagða dagskammta á línuna frá Matvælaskrifstofu ríkisins?  Síðan væri líka hægt að loka fólk inni til að það fari sér ekki að voða með einum eða öðrum hætti.  Allur er varinn góður.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 11:43

12 Smámynd: Sólbjörg

Æ, æ. 

Sólbjörg, 11.3.2015 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband