10.9.2013 | 10:12
Lítill skjólshús fyrir útigangsmenn á Hofsvallagötu.
Ef borginni finnst hún hafa gert eins mikið og hægt er fyrir útigangsmenn og engar frekari lausnir vegna fjárskorts er hér lítill ábending. Reisa á Hofsvallagötunni við hverja fuglskýlisþyrpingu lítið skjólshús fyrir einn útigangsmann þannig að útigangsfólk geti notið skjóls þar yfir nóttina. Þetta er ekki beysin lausn en mun betri en að sofa í trjábeðum. Ef borgin ber fyrir fjárskort þar sem þegar er búið að eyða 17 milljónum í framkvæmdirnar á Hofsvallagötunni má fá skólabörn til að byggja skjólshúsin, það myndi líka passa inn í hönnunarstíl framkvæmdanna sem fyrir eru og vörubrettin sem eru undir blómakössunum. Óþarfi er að rífa fuglahúsin það má setja lamir á framhlið þeirra og inn í húsunum mætti koma fyrir samlokum og drykkjum fyrir svanga útigangsmenn þegar þeir koma til að hvílast.
Ofangreind skyndihugmynd er í sjálfu sér ekki mikið vitlausari eða galnari en það sem þegar hefur verið reist á Hofsvallagötunni. En borgin þarf að forgangsraða rétt og muna að það er velferð allra borgarbúa sem skiftir máli ekki síst þeirra sem hvergi eiga höfði sínu að halla, það á að koma framar öllum óljósum gælu- og tilraunaverkefnum eins og yfirlýst hefur verið af hálfu borgarinnar að Hofsvallagötuverkefnið er.
Borgin gerir eins mikið og hægt er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er góð tillaga hjá þér! Mín reynsla af manngerðum fuglahúsum er að spörfuglarnir fælast þau. Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2013 kl. 11:23
Helga mín takk fyrir. Auðvitað er þessi hugmynd mín tóm steypa og bull aðallega til að koma með eitthvað í stíll við framkvæmdir borginnar til gríns. En eins og þú hefur séð þá leynist samt smá vitglóra í þessu. Það þarf að nota hugmyndaflugið og koma með fjölbreyttar lausnir.
Þú hefur rétt fyrir þér fuglarnir munu aldrei koma nálægt þessum fuglahúsum sem eru út á miðri götu.
Sólbjörg, 10.9.2013 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.