11.8.2013 | 15:46
15 milljarðar sparast í félagsgjöldum til ESB
Í viðtalinu segir Sveinn: "Eins og staðan sé í dag hafi Matís ekki fjármagn til að bjarga neinum af þeim verkefnum sem hljóta áttu IPA-styrki."
Sveini til umhugsunar og þeim sem hafa þegið IPA- styrkina til verkefnaframkvæmda þá kemur á móti að ríkið sparar á hverju ári 15 milljarða sem annars færu í "félagsgjöld" til ESB" við inngöngu samþykkt Íslands. Því ætti að vera vandræðalaust að úthluta eitthvað af því fé sem ætlað var til borgunar á félagsgjaldinu eða var fyrri ríkistjórn kannski ekkert búin að hugsa út í hvernig ætti að borga þessa 15 milljarða á ári þegar að því kæmi.
Geta ekki bjargað verkefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk er alltaf að fleygja krónunni og spara aurinn. Það vill fá múturfé en greiða fyrir það í milljörðum króna. Er ekki besti sparnaður að sleppa að greiða þessa 15 milljarða.
Ómar Gíslason, 11.8.2013 kl. 22:25
Sæl verið þið! Svo sannarlega er gott að sleppa við að greiða 15milljarða.,en að vera laus við yfirráð ESB. gruflandi í öllu sem glóir á Íslandi,er gullsígildi. Hvernig fóru menn að áður fyrr,styrkjalausir,? Þeim hefur alltaf farnast best sem leggja sig fram og skapa hagnað til endurnýjunar,þessi máttu örugglega bíða betri tíma.
Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2013 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.