Færsluflokkur: Bloggar
22.11.2015 | 12:13
Ben Carson: Refugee program must screen for 'mad dogs
Fyrirsögin er ùr erlendum fréttaveitum og myndböndum og sýnir að það er allt önnur merking en blaðamaður mbl velur að skrifa að Ben Carson hafi sagt. Áræðanleiki fjölmiðlis er forsenda fyrir trausti og virðingu....og þar með fór það.
Uggandi vegna hugmynda um skrásetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2015 | 16:41
"Vínbar" við hliðina á "Nammibarnum" í matvöruverslunum
Mikið er skrifað í sambandi við sölu áfengis á matvöruverslunum, mest ber á að fólk verði frá barnsaldri að læra að umgangast áfengi af hófsemi. Það þarf sem sagt bara að segja fólki og unglingum að hemja sig og læra að umgangast áfengi, þá sé allur vandinn leystur, skilst að matvöruverslanir séu besti staðurinn til að læra slíkt ásamt einhverjum góðum ráðum heimanfrá. Það sama gildir þá væntanlega um sætindaát barna, unglinga sem fullorðina, það að allir verða að læra að hemja sig og umgangast í hófi, súkkulaði, lakkrís og "nammibarinna" sem eru í nánast hverri matvöruverslun.
Sala úr "nammibörum" stórverslananna nemur víst mörgum tonnum á viku, sem sést á vel á holdafari landans sem hefur færst mikið í aukanna síðustu ár.
Við erum orðin ein feitasta þjóð evrópu. Börn og unglingar er nýr offituhópur í fyrsta skifti hér á landi. Ætli það myndi breyta einhverju að færa nammið á bak við afgreiðsluborð eins og áður var? Mótrökin væru þá að auðvitað getur fólk farið og gert sínar eigin rjómakarmellur á pönnunni heima, búið til konfekt og hnallþórur með þúsundum hitaeininga mörgu sinnum í viku, þó aðgengið verði takmarkað í verslunum. En fólk virðist samt almennt ekki stunda heimaframleiðslu á sælgæti þó það sé mögulegt og gert við stöku tækifæri eða bara alls ekki. Það væri ekki úr vegi að skoða raunveruleikann í kringum okkur og læra af því sem hefur gerst í samfélaginu í kjölfarið á auknu aðgengi og hilluplássi undir sætindi.
Varðandi áfengi þá eigum við ekki að stunda neinar kæruleysislegar tilraunir á börnunum okkar. Framar öllu er það okkar að vernda börnin okkar og munum að öll börn eru börnin okkar. Út frá þeirri staðreynd eigum við auðveldlega að geta fundiðlausn, meðalveg sem virkar vel fyrir allflesta.
Ætla að hafa trú á þingmönnum að þeir hafni frumvarpinu um að það verði reistir "vínbarir" við hliðina á "nammibörunum". Nýjar verslanir eins og Costco verða bara að sætta sig við að mega ekki selja áfengi í matvöruverslunum sínum á Íslandi.
Níðist á þeim sem minna mega sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.11.2013 | 22:21
Engin úrræði voru kynnt í fjögura ára tíð fyrri ríkistjórnar.
Ástæðan fyrir hinum mikla spenningi varðandi úrlausn í skuldamálum heimilinna, svo miklum spenningi að þingmenn sem aðrir eru með öndina í hálsinum yfir tíðindum frá forsætisráðherra er að fyrri ríkistjórn gerði nákvæmlega ekki neitt - í fjögur ár. Því er ekki að undra að svo sjaldgæfar fréttir vekji eftirtekt.
Forsætisráðherra sagði að úrræði til leiðréttingar yrðu kynntar í lok mánaðarins.
Segir skuldaleiðréttingar á áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2013 | 10:12
Lítill skjólshús fyrir útigangsmenn á Hofsvallagötu.
Ef borginni finnst hún hafa gert eins mikið og hægt er fyrir útigangsmenn og engar frekari lausnir vegna fjárskorts er hér lítill ábending. Reisa á Hofsvallagötunni við hverja fuglskýlisþyrpingu lítið skjólshús fyrir einn útigangsmann þannig að útigangsfólk geti notið skjóls þar yfir nóttina. Þetta er ekki beysin lausn en mun betri en að sofa í trjábeðum. Ef borgin ber fyrir fjárskort þar sem þegar er búið að eyða 17 milljónum í framkvæmdirnar á Hofsvallagötunni má fá skólabörn til að byggja skjólshúsin, það myndi líka passa inn í hönnunarstíl framkvæmdanna sem fyrir eru og vörubrettin sem eru undir blómakössunum. Óþarfi er að rífa fuglahúsin það má setja lamir á framhlið þeirra og inn í húsunum mætti koma fyrir samlokum og drykkjum fyrir svanga útigangsmenn þegar þeir koma til að hvílast.
Ofangreind skyndihugmynd er í sjálfu sér ekki mikið vitlausari eða galnari en það sem þegar hefur verið reist á Hofsvallagötunni. En borgin þarf að forgangsraða rétt og muna að það er velferð allra borgarbúa sem skiftir máli ekki síst þeirra sem hvergi eiga höfði sínu að halla, það á að koma framar öllum óljósum gælu- og tilraunaverkefnum eins og yfirlýst hefur verið af hálfu borgarinnar að Hofsvallagötuverkefnið er.
Borgin gerir eins mikið og hægt er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2013 | 15:46
15 milljarðar sparast í félagsgjöldum til ESB
Í viðtalinu segir Sveinn: "Eins og staðan sé í dag hafi Matís ekki fjármagn til að bjarga neinum af þeim verkefnum sem hljóta áttu IPA-styrki."
Sveini til umhugsunar og þeim sem hafa þegið IPA- styrkina til verkefnaframkvæmda þá kemur á móti að ríkið sparar á hverju ári 15 milljarða sem annars færu í "félagsgjöld" til ESB" við inngöngu samþykkt Íslands. Því ætti að vera vandræðalaust að úthluta eitthvað af því fé sem ætlað var til borgunar á félagsgjaldinu eða var fyrri ríkistjórn kannski ekkert búin að hugsa út í hvernig ætti að borga þessa 15 milljarða á ári þegar að því kæmi.
Geta ekki bjargað verkefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2013 | 09:36
Er von að þeim bregði við.
Vill að Sigmundur fái frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2013 | 09:29
Íslenska þjóðin kaus frelsi og lausnir.
Úrslitin liggja fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2013 | 01:07
Ljósmyndin er listaverk
Hallarekstur og flest allt í óefni hjá þessi ríkistjórn, það vitum við.
Áhugaverðara er ljósmyndin sem fylgir þessari frétt og er tekin af Kristni Ingvarsyni hún er þvílíkt listaverk að unun er að horfa á. Ljósmyndin myndi sóma sér vel t.d sem bókarkápa á riti sem fjallar um verk ríkistjórnarinnar. Því það mun örugglega verða gefin út bók fyrr eða síðar sem verður samantekt og dómur um störf ríkstjórnar Jóhönnu og Steingríms.
Margir milljarðar í ný útgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)